Fara í efni

Tilkynning frá Sagafilm til íbúa Stykkishólmsbæjar

25.01.2019
Fréttir

Kæru íbúar í Stykkishólmi

Þriðjudaginn 28. jan mun kvikmyndagerðarfólk á vegum Sagafilm hefja kvikmyndatökur á sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið 20/20. Kvikmyndatökurnar standa yfir tímabilið 28. jan til 13. mars.

Það er okkur mikið í mun að vinna í góðu samstarfi við ykkur kæru íbúar og er það okkur ofarlega í huga að þið verðið ekki fyrir óþægindum vegna starfs okkar. Okkur fylgja mikið af farartækjum ásamt nokkrir af stærri gerðinni og þó nokkuð umstang en við munum reyna að lágmarka umgang og truflun eins og mögulegt er.

Við komum til með að tilkynna ykkur reglulega í hvaða götum við komum til með að vera að vinna í með stuttum fyrirvara, og mun sú tilkynning birtast á vefsíðu og samfélagsmiðlum Stykkishólmsbæjar. Ef eitthvað kemur upp á eða þið verðið fyrir ónæði eða óþægindum af okkar völdum biðjum við ykkur um að hika ekki við að hafa samband og munum við bregðast við eins fljótt og auðið er.

Með vinsemd, virðingu og von um gott samstarf. 

Bergsveinn Jónsson
Tökustaðastjóri (Location Manager)
Sagafilm
Urðarhvarfi, 203 Kópavogi
S: 775 1119
beggi@sagafilm.is
Getum við bætt efni síðunnar?