Fara í efni

Þrettándabrenna sunnudaginn 6. janúar 2019 kl. 17:00

03.01.2019
Fréttir

Þrettándabrenna

Sunnudaginn 6. janúar 2019 kl. 17:00

Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið. Vonandi verður vindstyrkur og vindátt hagstæð en ef ekki er rétt að fylgjast með á www.stykkisholmur.is

Við brennuna verða ýmis fyrirbæri á sveimi ásamt álfadrottning og álfakóngi sem færa munu börnum blys. Fólk hvatt til þess að mæta með grímur og hatta.

Björgunarsveitin Berserkir verður með flugeldasýningu.

Munið breyttan tíma kl. 17:00.

Fólk hvatt til þess að rifja upp gömlu góðu þrettándalögin og hafa textana klára í símanum.

Gömlu góðu þrettándalögin:

 

Álfadans.

Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.

Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt hér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.

 

Ólafur Liljurós.

Ólafur reið með björgum fram,

villir hann, stillir hann,

hitti fyrir sér álfa rann,

þar rauður loginn brann,

blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

 

Þar kom út ein álfamær,

villir hann, stillir hann,

gulli snúið var hennar hár,

þar rauður loginn brann,

blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

 

Nú er glatt hjá álfum öllum.

Nú er glatt hjá álfum öllum,
hæ, faddi-rí, faddi rallala.
Út úr göngum, gljúfrahöllum
hæ, faddi-rí, faddi rallala.
Fyrir löngu sest er sól,
sjaldan eru brandajól.
Hæ, faddi-rí, hæ, faddi-ra,
hæ, faddi-rí, faddi rallala.

Dönsum dátt á víðum velli.
Dunar hátt í hól og felli.
Álfasveinninn álfasnót
einni sýnir blíðuhót.

 

Álfareiðin.

Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg, -
stórir komu skarar, af álfum var þar nóg.
Blésu þeir á sönglúðra, og bar þá að mér fljótt, -
og bjöllurnar gullu á heiðskírri nótt.
Hleyptu þeir á fannhvítum hestum yfir grund, -
hornin jóa gullroðnu blika við lund, -
eins og þegar álftir af ísa grárri spöng
fljúga suður heiði með fjaðraþyt og söng.
Heilsaði hún mér drottningin og hló að mér um leið,
hló að mér og hleypti hestinum á skeið.
Var það út af ástinni ungu, sem ég ber?
Eða var það feigðin, sem kallaði að mér?

 

Máninn hátt á himni skín.

Máninn hátt á himni skín,
hrímfölur og grár.
Líf og tími líður
og liðið er nú ár.
Bregðum blysum á loft
bleika lýsum grund.
Glottir tungl og hrín við hrönn
og hratt flýr stund.
Kyndla vora hefjum hátt,
horfið kveðjum ár.
Dátt hér dansinn stígum,
dunar ísinn grár.

Getum við bætt efni síðunnar?