Þrettándabrenna laugardaginn 6. janúar
Líkt og undanfarin ár verður ekki haldin áramótabrenna í Stykkishólmi en þess í stað þeim mun veglegri brenna á þrettándanum. Hefur þessi hefð mæst vel fyrir í Hólminum síðustu ár. Kveikt verður í þrettándabrennu við Vatnsás fyrir innan tjaldsvæðið laugardaginn 6. janúar um kl. 17:00. Fólk er hvatt til að koma saman og kveðja jólahátíðina með söng og gleði. Gott er að rifja upp gömlu góðu þrettándalögin og hafa textana klára á símanum. Hægt er að nálgast textana hér að neðan.
Venju samkvæmt verður boðið upp á flugeldasýningu á vegum Björgunarsveitarinnar Berserkja.
Verði vindátt óhagstæð eða verður þannig að ekki sé hægt að halda brennu á þessum tíma verður tilkynnt um það á vefsíðu sveitarfélagsins.