Sumarstörf í Stykkishólmi
Vilt þú vinna úti í fallegu umhverfi og góðu veðri?
Sveitarfélagið Stykkishólmur auglýsir eftir kraftmiklu fólki í skemmtileg störf sumarið 2024.
Flokkstjórar vinnuskóla
Æskilegt er að umsækjendur fyrir flokkstjóra hafi:
- Ríka þjónustulund
- Góða skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og hafi frumkvæði
- Góða hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og jákvæðni
- Mikla ábyrgðartilfinningu
- Ánægju af því að vinna með og leiðbeina ungmennum.
Flokkstjórar stjórna daglegu starfi vinnuflokka skólans og stuðla að reglusemi, ástundun og góðri umgengni starfsmanna. Flokkstjórar vinna með unglingunum og sýna þeim hvernig staðið skuli að verki og leiðbeina um notkun á áhöldum og tækjum.
Nánari upplýsingar um vinnuskólann
Vinnutími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga.
Vinnuskólinn verður auglýstur nánar þegar nær dregur sumri.
Aðstoð og stuðningur við vinnuskóla
Sveitarfélagið leitar einnig eftir stuðningsfulltrúumi sem vinna með flokkstjórum og sinna stuðning við störf vinnuskólans.
Umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði, vera hugmyndarík og skapandi, geta unnið sjálfstætt og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum, auk ánægju af að vinna með ungmennum.
Samfélagsflokkurinn & flokkstjóri
Sveitarfélagið leitar einnig eftir kraftmiklum og hraustum einstaklingum í nýtt verkefni, verkefnið er hugsað fyrir ungmenni úr 9. og 10. bekk grunnskóla. Samfélagsflokkurinn sérhæfir sig í viðhaldi á höfn, skógrækt og stígagerð. Samfélagsflokkurinn sinnir ekki hefðbundnum garðyrkjustörfum á borð við snyrtingu beða eða krökun. Einnig er leitar eftir flokkstjóra fyrir Samfélagsflokkinn, viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.
Umsækjendur þurfa að búa yfir frumkvæði og hafa áhuga á útiveru og því að læra handbragð við almenn útistörf.
Starfstímabil er frá síðari hluta maímánaðar til síðari hluta ágústmánaðar. Vinnutími er frá kl. 8:00 til 16:00 virka daga.
Um öll störfin
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kjalar. leitað er eftir sakavottorði fyrir þau sem vinna störf á vinnustöðum með börnum, í samræmi við heimildir um slíkt í lögum.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri í síma 892-1189. Upplýsingar um launakjör veitir Ríkharður Hrafnkelsson, mannauðs- og launafulltrúi, í síma 433-8100, en einnig má beina öllum fyrirspurnum á netfangið rikki@stykkisholmur.is. Hægt er að sækja um á íbúagátt Stykkishólms en einnig má skila inn umsóknum á netfangið rikki@stykkisholmur.is.