Fara í efni

Sumarafleysing í íþróttamiðstöð Stykkishólms

06.03.2023
Fréttir Laus störf

Sveitarfélagið Stykkishólmur óskar eftir að ráða tvo sundlaugarverði, eina konu og einn karl, til sumarafleysinga í íþróttamiðstöð Stykkishólms. Um er að ræða tímabundna 100% sumarafleysingu frá 15. maí til lok ágústmánaðar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.

Starfssvið:

  • Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði
  • Klefa- og baðvarsla
  • Afgreiðsla, önnur þjónusta og þrif.

Hæfniskröfur:

  • Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
  • Tungumálakunnátta, íslenska og enska
  • Hreint sakavottorð

Umsækjendur þurfa að ljúka námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. Sveitarfélaga og Kjalar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður á staðnum eða netfangi sund@stykkisholmur.is og síma 865-6232.

Hægt er að sækja um starfið á íbúagátt Stykkishólms.

Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2023. Öllum umsóknum verður svarað.

Sundlaug Stykkishólms
Getum við bætt efni síðunnar?