Stykkishólmsbær valið eitt þriggja sveitarfélaga til þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambandsins
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkti í lok síðasta árs að verða við umleitan Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar um 5 millj. kr. styrk til að fara í íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga. Verkefnið snýst um að aðstoða þátttökusveitarfélögin við að beita þeim samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók sambandsins frá 2017: ?Íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttaka íbúa?. Öll sveitarfélög landsins höfðu tækifæri til að sækja um þátttöku í verkefninu, en gert var ráð fyrir að velja þrjú sveitarfélög til þátttöku til viðbótar við Akureyrarkaupstað, sem átti frumkvæði að verkefninu.
Stykkishólmsbær hefur einsett sér að leita leiða til íbúasamráðs í auknum mæli og m.a. í ljósi þeirrar áherslu var bæjarstjóra falið að sækja um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar fyrir hönd Stykkishólmsbæjar, ásamt því að bæjarstjórn ályktaði um áhuga sinn og velvilja til þátttöku í verkefninu. Þá skipaði bæjarstjórn Gunnlaug Smárason, bæjarfulltrúa, og Magnús Inga Bæringsson, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa, sem fulltrúa til að taka þátt í fundum og vinnustofum í sambandi við verkefnið, ef af yrði.
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú tilkynnt að Stykkishólmsbær hefur verið valinn sem eitt af þremur sveitarfélögum til þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar eftir að samráðshópur Sambandsins, sem stóð fyrir vali sveitarfélaga til þátttöku í verkefninu, hafði lokið yfirferð sinni á umsóknum. Auk Stykkishólmsbæjar og Akureyrarkaupstaðar voru Kópavogsbær og Norðurþing einnig valin til þátttöku í íbúasamráðsverkefninu.
Verkefnið mun fara af stað af fullum krafti í haust og samkvæmt lýsingu verkefnisins munu sveitarfélögin fá stuðning til að undirbúa og framkvæma samráð í raunverulegum aðstæðum innan síns sveitarfélags. Hugmyndin er sú að byggja þannig upp þekkingu og afla reynslu sem nýst getur öðrum sveitarfélögum í framhaldinu.
Umsókn Stykkishólmsbæjar snýr í megindráttum að því að fá íbúa til samráðs um skipulag og útfærslu leikvalla og göngustíga. Ljóst er að með samra?ði við i?bu?a getur na?ðst aukin sa?tt um stefnumo?tun sem skapar stöðugleika, samheldni og ýtir undir almenna hagsæld. Stykkishólmsbær vill gefa i?bu?um raunveruleg tækifæri á að koma si?num sjo?narmiðum a? framfæri og nýta krafta þeirra til þess að gera breytingar sem henta íbúum og hæfa verkefninu sem um ræðir. Í krafti fjöldans er þannig möguleiki að finna einfaldar og notadrjúgar útfærslur í málaflokknum.