Fara í efni

Stóri plokkdagurinn 2023

26.04.2023
Fréttir

Stóri plokkdagurinn verður haldinn um land allt sunnudaginn 30. apríl næstkomandi. Er það í sjötta sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. Snæfellingar láta sitt ekki eftir liggja en víða hefur ruslatínsla og umhverfishreinsun verið skipulögð í tilefni dagsins. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi, Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Umhverfisvottun Snælfellsness hvetja íbúa til að plokka og fegra nærumhverfi sitt í tilefni af stóra plokkdeginum sunnudaginn 30. apríl. Þá er fólk einnig hvatt til að taka myndir af þessu tilefni og merkja með myllumerkinu #plokkasnaefellsnesi.

Hér að neðan má sjá kort yfir þau svæði sem fólk er sérstaklega hvatt til að plokka í Stykkishólmi. Gámur verður fyrir utan gámastöðina Snoppu þar sem fólk getur losað sig við ruslið sem það tínir.

Þegar haldið er út að plokka er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Velja sér ákveðið svæði til að plokka – hvort sem það er í kringum húsið, í hverfinu, eða falleg gönguleið
  • Vera vel búin eftir veðri og með góða hanska, jafnvel ruslatínu
  • Koma ruslinuí gám við Snoppu
  • Gæta varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti eiga sig og ávallt að láta fullorðna vita ef að slíkt finnst.
  • Njóta náttúrunnar og samverunnar með fjölskyldu og vinum

Getum við bætt efni síðunnar?