Fara í efni

Smit greint í Stykkishólmi

19.09.2020
Fréttir

Nýtt smit hefur greinst í Stykkishólmi og er viðkomandi einstaklingur kominn í einangrun. Þegar smit greinist fer af stað markvisst ferli og er nú unnið að því að rekja ferðir þess smitaða, um það sér teymi á vegum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis.

Í kjölfarið er haft er samband við þá sem viðkomandi hefur verið í nánum samskiptum við og metið hvort þeir þurfi að fara í sóttkví. Unnið er eftir hlutlægum viðmiðum um slíkt.

Persónubundnar smitvarnir mikilvægasta vörnin

Í ljósi þessa er rétt að minna á að fylgja leiðbeiningum embætti landlæknis varðandi persónubundnar smitvarnir. Einnig eru íbúar sem hafa einkenni COVID-19 hvattir til að hafa samband símleiðis við heilsugæslustöð sem metur þörf á sýnatöku.

Ekki er talin þörf á hertari aðgerðum í Stykkishólmi að svo stöddu og fólk beðið að fylgja áfram fyrirmælum landlæknis.

Allar helstu upplýsingar má finna á covid.is

Upplýsingar um einangrun

Á meðan einangrun stendur, hefur starfsfólk heilsugæslustöðvar daglegt samband við smitaða einstaklinga. Einangrun lýkur þegar læknir ákveður að það sé óhætt, þegar 14 dagar eru liðnir frá greiningu og þegar sjúklingur hefur verið einkennalaus í a.m.k 7 daga, en hvorutveggja þarf að vera uppfyllt. Til að útrýma vafa, ef einhver er, getur þurft að endurtaka sýnatöku.

Getum við bætt efni síðunnar?