Fara í efni

Skólastjóri grunnskólans og tónlistarskólans í Stykkishólmi

19.03.2024
Fréttir Laus störf

Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga og sem hefur framsækna sýn á skólastarf og hlutverk skólastjórnenda. Lögð er áhersla á öfluga skólaþróun, hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk og samstarf við aðila skólasamfélagsins.

Skólastjóri er yfirmaður skólanna, mótar og viðheldur staðblæ og menningu með tilstyrk starfsfólks og nemenda. Hann veitir faglega forystu og leiðir framsækið og skapandi skólastarf í samræmi við grunnskólalög, aðalnámskrá grunnskóla og tónlistarskóla, ásamt skólastefnu sveitarfélagsins 2022-2027.

Skólastjóri leiðir stjórnendateymi grunnskóla og tónlistaskóla. Leitað er að leiðtoga með mikinn metnað fyrir menntun barna og unglinga sem hefur öfluga faglega sýn á skólastarfið, hlutverki stjórnendateymisins við skólana og samvinnu þess og uppbyggingu skólastarfsins sem hvetjandi starfsumhverfis fyrir nemendur og starfsfólk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun samrekins grunn- og tónlistarskóla
  • Ábyrgð gagnvart bæjarstjórn á að skólastarf sé í samræmi við lög, reglugerðir og gildandi aðalnámsskrá og skólastefnu hverju sinni
  • Ábyrgð á viðvarandi undirbúningi þróunar stefnumörkunar samrekins skóla, í samvinnu við hagaðila, skólanefnd og bæjarstjórn
  • Forysta um þróun og umbætur í skólastarfinu og stefnumótun í samvinnu við hagaðila þ.á.m. bæjarstjóra, aðra stjórnendur og kennara skólans, skólanefnd og bæjarstjórn
  • Ábyrgð á mannauðsmálum, þ.m.t. ráðningum og endurmenntun starfsfólks, í samráði við aðra stjórnendur skólans
  • Ábyrgð á skólanámskrá skólanna, árlegri starfsáætlun, rekstraráætlun og öðrum áætlunum um skólastarfið
  • Skipuleggur og stýrir skólaráðsfundum
 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Réttur til að nota starfsheitið kennari og reynsla af skólastarfi á grunnskólastigi eða í tónlistarskóla
  • Stjórnunareynsla og leiðtogahæfni ásamt hæfni til að leiða hóp og skapa hvetjandi starfsumhverfi fyrir nemendur og starfsfólk
  • Menntun í stjórnun eða sérhæfð hæfni skv. 5. gr. laga nr. 95/2019
  • Reynsla og þekking þar sem sérstök áhersla er lögð á sérhæfða hæfni sem snýr að skólaþróun, stjórnun, rekstri og stjórnsýslu er æskileg
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
  • Frumkvæði, fagmennska, skipulagshæfni, nákvæmni
  • Skýr framtíðarsýn í skólamálum
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti
 
Grunnskólinn í Stykkishólmi
Getum við bætt efni síðunnar?