Fara í efni

Skipulagsdagur í leikskólanum

29.10.2020
Fréttir

Á málþinginu kom fram mikilvægi frjálsa leiksins og að í frjálsa leiknum finna börn sína rödd og eru stjórnendur í leiknum. Það kom einnig fram að börn eiga að fá að njóta bernsku sinnar sama hvað þau eru gömul og hvar sem þau eru stödd í þroska. Enginn einn aldur er mikilvægari en annar og varað var við því að setja leikskólabörn í of mótaða vinnu og í stöðluð færni próf í anda Pisa-kannana. Meðal fyrirlesara á málþinginu voru Dr. Kristín Karlsdóttir, dósent í menntunarfræði ungra barna við H.Í, Dr. Sara Margrét Ólafsdóttir, lektor í leikskólafræði við H.Í og Svanlaug Sigurðardóttir leikskólkennari sem hélt fyrirlestur um útinám.  Hér með eru tvær myndir af kennurum leikskólans á málþinginu.

Eftir hádegið voru svo deildarfundir en því miður þurftum við að fresta námskeiði í skyndihjálp en stefnum að því að halda það um leið og við mögulega getum. Þessir skipulagsdagar eru mikilvægir fyrir innra starf leikskólans og dýrmætt fyrir okkur að hittast og tala saman öll í einu. 

Annars gengur lífið í leikskólanum ótrúlega mikið sinn vana gang og við lærum af börnunum að lifa í núinu og njóta hvers dags eins og hann kemur fyrir.

Getum við bætt efni síðunnar?