Sjómannadagurinn í Stykkishólmi
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur um land allt á sunnudaginn, 4. júní.
Dagskráin í Stykkishólmi er eftirfarandi:
- Kl. 09:30 Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna í kirkjugarði.
- Kl. 10:00 Blómsveigur lagður að minnismerki látinna sjómanna á hafnarsvæði.
- Kl. 11:00 Messa í Stykkishólmskirkju þar sem sjómaður verður heiðraður fyrir störf sín.
Sveitarfélagið sendir sjómönnum og fjölskyldum þeirra hamingjuóskir í tilefni sjómannadagsins.