Fara í efni

Sjókonur á Snæfellsnesi

09.10.2019
Fréttir

Í tilefni af Strandmenningarhátíð á Snæfellsnesi2019 heimsækir Dr. Margaret E. Willson Amtsbókasafnið í Stykkishólmi,laugardaginn 19. október kl. 17:00-19:00.

Margaret Willson er prófessor í mannfræði ogSkandinavískum fræðum við Washington háskóla í Seattle. Hún hefur rannsakað sjósóknkvenna á fyrri öldum til nútíma og fundið mikið efni frá Snæfellsnesi. Íheimsókn sinni hyggst hún fræða viðstadda um konur frá Rauðseyjum, Höskuldsey,Bjarnareyjum, Oddbjarnarskeri, Flatey, Hergilsey, Brimils-völlum, Neshreppi,Múlasveit o.fl.

Margaret mun segja frá rannsóknum sínum aukþess að segja sögur kvenna og skiptast á vitneskju um líf og störf formæðra ognúlifandi kvenna á sjó. Fólk má gjarnan koma með myndir og gögn af sjókonum áSnæfellsnesi. Margaret kemur með gögn um nokkrar konur af nesinu og segir sögurþeirra áður en boðið er til samræðna.

Þá verður Margaret einnig í Samkomuhúsinu áArnarstapa föstudaginn 18. október, kl. 19:00-21:00 og á Bæringsstofu íSögumiðstöðinni Grundarfirði laugardaginn 19. október, kl. 13:00.

Allir velkominr, aðgangur ókeypis.

Getum við bætt efni síðunnar?