Fara í efni

Öskudagurinn 2020

21.02.2020
Fréttir

Næstkomandi miðvikudag, 26. febrúar, verður öskudagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Í Stykkishólmi stendur foreldrafélag grunnskólans fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá.

Venju samkvæmt verður gengin öskudagsganga frá tónlistarskólanum og hefst hún kl. 13.30. Magnús Bæringsson og Hafþór Guðmundsson stjórna söng og eru þátttakendur hvattir til að mæta í búningum og taka vel undir.

Fyrir börn í 4. bekk og yngri verður þrautabraut í íþróttamiðstöðinni frá kl. 16 til 17. Þar verður risa rennibraut, stór róla og ýmislegt skemmtilegt, þ.á.m popp og svali. Aðgangseyrir eru 500kr. á barn en fer þó ekki yfir 1000 kr. á fjölskyldu.

Öskudagsskemmtun fyrir 5.-10. bekk verður í tónlistarskólanum frá kl. 16-17.30, aðgangseyrir 500 kr. á barn og verður boðið upp á ýmislegt skemmtilegt ásamt því að verðlaun verða veitt fyrir besta búninginn.

Vakin er athygli á að enginn posi er á staðnum og því verður að borga með pening.

Getum við bætt efni síðunnar?