Fara í efni

Öskudagur 2023

20.02.2023
Fréttir

Miðvikudaginn 22. febrúar rennur upp hinn sívinsæli Öskudagur, sem jafnan er mikið tilhlökkunarefni barna víðsvegar um landið. Dagurinn verður með hefðbundnu sniði í Stykkishólmi í ár.

Skertur skóladagur er í grunnskólanum en honum lýkur sem hér segir:

  • 1.-7. bekkur fer heim kl. 11:50
  • 8.-10. bekkur fer heim kl. 11:30
  • Regnbogaland verður lokað

ÖSKUDAGSGANGA 2023

Öskudagsgangan verður á sínum stað eins og vant er. Gengið verður frá Tónlistarskólanum kl. 14:00 og mun Magnús Bæringsson leiða gönguna.

Að göngu lokinni tekur við öskudagsskemmtun í íþróttamiðstöðinni fyrir börn frá leikskóla upp í 10. bekk. Tímanum verður skipt svona:

  • 16:30-17:30 - Leikskóli og 1.-3.bekkur
  • 17:30-18:30 - 4.-6.bekkur
  • 18:30-19:30 - 7.-10.bekkur

Aðgangseyrir að skemmtuninni er 500 kr. á barn en þó að hámarki 1000 kr. á heimili.

Öskudagur í Stykkishólmi
Getum við bætt efni síðunnar?