Fara í efni

Opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis

03.01.2024
Fréttir Skipulagsmál

Haldinn verður opinn kynningarfundur um breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00.

Áður var haldinn fundur um sama efni 19. desember síðastliðinn en svo óheppilega vildi til að fundurinn var á sama tíma og hátíðartónleikar Tónlistarskólans. Í ljósi þessa var ákveðið að halda annan fund og gefa þannig þeim sem ekki komust síðast kost á því að mæta nú og kynna sér breytinguna.

Athugasemdafrestur er til og með 26. janúar 2024 og skal skila ábendingum og/eða athugasemdum í Skipulagsgáttina undir ofangreindum málsnúmerum.

Víkurhverfi - Breyting á deiliskipulagi

Skipulagsgátt: mál nr. 948/2023.

Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi Víkurhverfis í Stykkishólmi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 án skipulagslýsingar og kynningar vinnslutillögu sbr. 3. og 4. mgr. 40. gr. laganna. Tillagan er tilkomin vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar 12 íbúða fyrir Brák íbúðafélag hses. á 2800 m2 reit sem breytingin tekur til.

Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag Stykkishólms 2002-2022 um þéttari byggð og meiri fjölbreytni í stærðum íbúða og felst í meginatriðum í: fækkun lóða úr þremur í tvær, heimild fyrir fjórum tveggja hæða fjögurra íbúða húsum á lóðunum, fjölgun íbúða úr átta í sextán og fjölgun innkeyrslna frá Bauluvík um eina.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til að kynna þér skipulagsbreytingu við Víkurhverfi.

DSK - Víkurhverfi

Getum við bætt efni síðunnar?