Fara í efni

Opinn fundur vegna verkefnis um móttöku skemmtiferðaskipa

26.05.2023
Fréttir

Undanfarnar vikur hefur áfangastaða- og Markaðssviðs SSV unnið með sveitarfélögum á Snæfellsnesi að gerð móttökuleiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og farþega þeirra.

Nú er komið að því að kynna niðurstöður úr verkefninu og verður það gert á opnum fundi í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi kl. 16:30 þriðjudaginn 30. maí

Verkefnið vinnur  áfangastaða- og Markaðssviðs SSV í samstarfi við Sveitarfélagið Stykkishólm, Grundarfjarðarbæ, Snæfellsbæ, Þjóðgarðinn Snæfellsjökul, Svæðisgarðinn Snæfellsnes og AECO (The Association of Arctic Expedition Cruise Operators – sjá: https://www.aeco.no/). Einnig veitir Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI aðstoð og ráðgjöf.

Markmiðið með verkefninu er að stilla saman strengi og leggja línurnar um hvernig heimafólk á Snæfellsnesi vill taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa sem heimsækja svæðið, þannig að einstaka staðir verði ekki fyrir of miklu álagi, gestirnir njóti heimsóknarinnar og samfélagið njóti ávinnings af gestamóttökunni.

Helsta áskorun verkefnisins er að gera stöðugreiningu og kynna sérstöðu svæðisins, vilja og væntingar heimafólks fyrir hagaðilum skemmtiferðaskipa. En einnig að kynna eðli og áherslur í skipaferðaþjónustu fyrir heimafólki og skilgreina tækifæri sem felast í móttöku skipafarþega.

Hægt er að kynna sér verkefnið nánar hér.

Getum við bætt efni síðunnar?