Fara í efni

Opin fundur félags- og barnamálaráðherra í Ólafsvík

05.11.2019
Fréttir

Í dag, þirðjudaginn 5. nóvember, heldur Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra opinn fund á Sker Restaurant í Ólafsvík. Fundurinn hefst kl. 11:00 en þar mun Ásmundur fjalla um húsnæðismál á landsbyggðinni.

Kynntar verða þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði og þá ekki síst á landsbyggðinni þar sem mikil stöðnun hefur verið á byggingu húsnæðis fyrir utan suðvesturhornið síðustu ár og jafnvel áratugi. Þá verður einnig fjallað sérstaklega um aðgerðir í tengslum við landsbyggðarverkefni Íbúðalánasjóðs sem félags- og barnamálaráðherra stofnaði til. Í fundarlok verður gestum boðuð upp á súpu, fundurinn er opinn öllum og er fólk hvatt til að mæta.

 

ljósm. Stjórnarráðið

Getum við bætt efni síðunnar?