Fara í efni

Opið útboð vegna framkvæmda við búsetukjarna fyrir íbúa með fötlun

25.04.2020
Fréttir

Verkís hf., fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir vegna byggingar á 5 íbúða, ásamt starfsmannaaðstöðu, búsetuþjónustukjarna fatlaðs fólks í Ólafsvík. Um er að ræða byggingu á einni hæð með fimm íbúðum. Íbúðakjarninn verður 440 m² og mun rísa þar sem nú eru lóðirnar Ólafsbraut 62 og 64. Það er teiknistofan AVH á Akureyri sem hannar húsið. 

Verkís hf., fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, óskar nú eftir tilboðum í framkvæmdina.
Verkið nær til fullnaðarfrágangs alls verksins. Verktaki skal steypa grunn, reisa hús, innrétta, ganga frá utanhúss sem og innan og fullgera húsið samkvæmt útboðsgögnum.
Verktaki tekur við byggingarsvæði í núverandi ástandi. Búið er að fylla undir undirstöður, fylla í bílastæði og girða athafnarsvæði og setja upp hlið inn á vinnusvæðið.
Verklok á heildarverki eru 30. ágúst 2021.
Vettvangsskoðun verður haldin á verkstað 27. apríl kl. 11.00.
Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið anmt@verkis.is fyrir kl. 13.00, 11. maí 2020.
Tilboð verða opnuð á fjarfundi kl. 13.30, 11. maí 2020.
Sjá auglýsingu hér.

Getum við bætt efni síðunnar?