Fara í efni

Opið fyrir styrkumsóknir bæjarstjórnar

21.02.2023
Fréttir

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms auglýsir eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og fyrirtækjum í samræmi við reglur um styrkveitingar.

Markmiðið með styrkjum bæjarstjórnar er að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, menningarlífs, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi og öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Almennar styrkveitingar skv. 3. gr. fara fram tvisvar á ári, á fundum bæjarstjórnar í mars/apríl og október/nóvember.

Varðandi styrki til til einstaklinga, félaga og/eða samtaka sem starfa að íþrótta- og æskulýðsstarfi í Stykkishólmi eða hafa með höndum aðra sambærilega starfsemi þá má veita styrki bæði vegna einstakra verkefna eða viðvarandi starfsemi.

Skilyrði styrkveitinga er að atburður eða verkefni sé í sveitarfélagiunu, en varðandi íþrótta- og æskulýðsstarf er það skilyrði að umsækjendur skuli hafa lögheimili í sveitarfélginu. Þá skulu félög sem eru deildarskipt sækja um styrk fyrir sínar deildir. Ekki er úthlutað sérstaklega til deilda heldur skal viðkomandi félag ráðstafa þeim fjármunum sem það fær í styrk, sjálft til deildanna eftir reglum hvers félags fyrir sig. Hafi umsækjandi áður hlotið styrk til verkefnis þarf að liggja fyrir greinargerð um framkvæmd þess og ráðstöfun styrkfjárins til að ný umsókn komi til greina, sbr. verkáætlun í umsókn og skilmálum styrks.

Umsókn og fylgigöng

Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast má á íbúagátt sveitafélagsins. Umsóknir og fylgiskjöl sem og greinagerð um framgang verkefnis og ráðstöfun styrkfjár skulu berast til skrifstofu sveitarfélagsins. Umsóknir skulu vera skriflegar og undirritaðar af einstaklingi, forsvarsmanni og/eða stjórn þess félags sem sækir um styrk. Umsóknir sem berast í tölvupósti jafngilda skriflegum umsóknum.

Umsókn skal fylgja greinargerð um starfsemi viðkomandi félags og/eða það verkefni sem vinna skal að, yfirlit yfir fjölda virkra iðkenda ef við á og aldursskiptingu þeirra og áætlanir um í hvaða verkefni eigi að nota þá fjármuni sem sótt er um. Styrkbeiðnum vegna reglulegrar starfsemi formlegs félagsskapar skal fylgja ársreikningur viðkomandi félags vegna síðasta árs og/eða fjárhagsáætlun vegna yfirstandandi árs. Umsóknum vegna einstakra viðburða eða afmarkaðra verkefna skal fylgja fjárhagsáætlun.

Auk greinargerðar og almennra upplýsinga um umsækjanda er æskilegt að eftirfarandi upplýsingar komi fram í umsókn:

  • Markmið verkefnis eða starfsemi.
  • Tíma- og verkáætlun.
  • Önnur fjarmögnun verkefnis eða starfsemi og gögn því til stuðnings.
  • Rekstraráætlun verkefnis eða starfsemi.

Hægt er að senda inn umsókn á íbúagátt Stykkishólms. Einnig má skila umsóknum í afgreiðslu Ráðhússins í Stykkishólmi eða í tölvupósti á netfangið, stykkisholmur@stykkisholmur.is.

Smelltu hér til að kynna þér reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 14. MARS 2023.

 
Getum við bætt efni síðunnar?