Fara í efni

Óheimilt að synda í höfninni

26.08.2019
Fréttir

Borið hefur á því undanfarið að ungmenni hafigert sér að leik að stökkva fram af bryggjunni í sjóinn. Vert er að taka framað þetta er með öllu óheimilt þar sem mikil hætta getur skapast af slíku.

Dæmi eru um að ungmenni stökkvi fram afBaldursbryggju og syndi yfir á Stykkið. Þetta er eina siglingaleiðin inn og útúr höfninni og því ljóst að þessu fylgir mikil hætta og því tilefni til að minnaá að óheimilt er að synda í höfninni.

Getum við bætt efni síðunnar?