Fara í efni

Óbreytt staða í Stykkishólmi (sunnudag)

27.09.2020
Fréttir

Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í Stykkishólmi síðasta sólahring. Staðan er því óbreytt frá því í gær þar sem tvö ný smit greindust tengd Stykkishólmi, en hvorugur einstaklinganna sem greindust í gær voru í skráðri sóttkví. Á föstudag greindust tvö ný smit tengd Stykkishólmi sem og tveir á fimmtudag. 

Það eru því 13 skráðir í einangrun í Stykkishólmi með greind COVID-19 smit og voru í gær um 18 skráðir í sóttkví. Smitrakningateymi almannavarna er að störfum og vinnur að því að hafa samband við þá einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví.

VARÚÐARRÁÐSTAFNIR Í GILDI - PERSÓNUBUNDNAR SMITVARNIR STEKRASTA VÖRNIN

Varúðarráðstafnir eru enn í gildi í Stykkishólmi, en upplýsingar um varúðarráðstafnir Stykkishólmsbæjar má finna hér.

Íbúar enn á ný minntir á að huga vel að persónubundnum smitvörnum, hafa hægt um sig, fylgjast grannt með þróun mála og forðast eins og hægt er og að koma saman að óþörfu.

Einnig eru íbúar sem hafa einkenni COVID-19 hvattir til að hafa samband símleiðis við heilsugæslustöð sem metur þörf á sýnatöku.

Nánari upplýsingar um COVID-19 má finna á covid.is. 

Getum við bætt efni síðunnar?