Fara í efni

Nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun

22.09.2023
Fréttir

Síðastliðinn föstudag flutti starfsemi hjúkrunarheimilis frá Skólastíg 14 í nýuppgert og glæsilegt hjúkrunarheimili að Austurgötu 7. Eins og þekkt er var stefnt var flutningum hjúkrunarheimilis frá Skólastíg að Austurgötu síðastliðin mánaðamót en flutningar drógust á meðan gengið var frá lausum endum og beðið eftir úttekt á húsnæðinu.

Síðastliðinn þriðjudag leit bæjarstjóri við í kaffi á hjúkrunarheimilið og færði starfsfólki og íbúum köku í tilefni af flutningum. Ekki var annað að sjá og heyra en að flutningar færu vel í fólk og almenn ánægja með nýja heimilið.

Á skólastíg 14 mun sveitarfélagið reka Miðstöð öldrunarþjónustu þar sem meðal annars verður starfrækt mötuneyti sem eldar fyrir eldri borgara og grunnskólann. Eins og foreldrar grunnskólabarna þekkja vel varð frestun á flutningum hjúkrunarheimils til þess að sveitarfélagið hefur ekki haft húsnæði til umráða til að reka mötuneyti og hafa því grunnskólabörn þurft að hafa með sér hádegismat að heiman á meðan þessi staða er uppi. Unnið er nú að lítilsháttar breytingum á eldhúsinu á Skólastíg svo hægt að hefja þar starfssemi en það verður á næstu dögum.

Hér að neðan má sjá myndir frá nýja hjúkrunarheimilinu að Austurgötu 7.

Unnið er nú að hellulögn og frágang fyrir framan húsið.
Getum við bætt efni síðunnar?