Fara í efni

Nýjar reglur í gildi

20.10.2020
Fréttir

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi á miðnætti en samkvæmt henni gildir nú tveggja metra nándarregla um allt land. Þá er einnig grímuskylda alls staðar á landinu þar sem aðstæður eru þannig að ekki er unnt að tryggja tveggja metra regluna.

Íbúar í Stykkishólmi eru hvattir til að fylgja nýjustu reglum yfirvalda og fylgjast áfram vel með gangi mála.

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að allt bendi til þess að árangur sé að hafast í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í þessari þriðju bylgju. Það sé vegna samstöðu þjóðarinnar í að fylgja þeim reglum, leiðbeiningum og tilmælum sem hafa verið í gildi.

Þrátt fyrir að smitum hafi farið fækkandi er of skammur tími liðinn til þess að hrósa sigri. Viðbúið er að í komandi viku og þeirri næstu gæti álag á heilbrigðiskerfið farið vaxandi. Því er áríðandi að við höldum áfram að tryggja einstaklingsbundnar smitvarnir. Það er að þvo og sótthreinsa hendur oft og reglulega, virða fjarlægðarmörk sem eru í gildi og nota grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tvo metra á milli fólks.

 
Getum við bætt efni síðunnar?