Fara í efni

Ný stúkusæti vígð við hátíðlega athöfn

20.08.2018
Fréttir

Föstudaginn 17. ágúst s.l. áttust við lið Snæfells og Berserkja í 4. deild karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, en Snæfellingar eiga enn möguleika á að komas í 8 liða úrslit um sæti í 3. deild.

Fyrir leikinn þakkaði bæjarstjóri, Jakob Björgvin Jakobsson stjórnknattspyrnudeildar Snæfells vel unnin störf og færði þeim þakklætisvottfrá íbúum Stykkishólms. Að því loknu kallaði Jakob SigurþórHjörleifsson, sem keppti í kast- og stökkgreinum með frábærum árangri undir merkjum Snæfells og HSH í áratugi, til að klippa á borða og vígja sætistúkunnar sem þar með voru formlega tekin í notkun. Nýju stúkusætin stórbæta alla aðstöðu við íþróttamannvirkibæjarins og eru til mikillar prýði.

Sjá frétt Stykkishólmspóstsins um athöfnina og leikinn hér.

Getum við bætt efni síðunnar?