Námskeið á skipulagsdegi.
Starfsmenn leikskólans sátu námskeið á skipulagsdegi 19. ágúst s.l. þar sem viðfangsefnið var ,,Vinátta - eineltisverkefni Barnaheilla" og bangsinn Blær. Eins og áður hefur komið fram í leikskólafréttum þá gaf Kvenfélagið Hringurinn hér í Stykkishólmi okkur námsefnið fyrir eldri börnin s.l. haust og á vormánuðum var gjafafé frá Lionsklúbbi Stykkishólms m.a. notað til að kaupa námsefnið fyrir yngri börnin. Alla tónlistina í verkefninu má finna á Spotify ef leitað er eftir ,,Vinátta". Það voru þær Linda Hrönn Þórisdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheill og Kristín Gísladóttir leikskólastjóri Uglukletts í Borgarnesi sem leiðbeindu starfsmönnum leikskólans þennan dag, en Ugluklettur var einn af þeim leikskólum sem prufukenndu námsefnið í upphafi og hefur náð góðum árangri með það. Sjá nánar á https://www.barnaheill.is/is/forvarnir-og-fraedsla/vinatta