Fara í efni

Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandisey

05.05.2021
Fréttir

Lýsing fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandiseyju Stykkishólmi.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulagstillögu á Súgandiseyju, skv. 1. og 2. mgr 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Eyjan Súgandisey liggur við gömlu höfnina við miðbæ Stykkishólms og er tengd landi með uppfyllingu sem þjónar að hluta til aðstöðu fyrir ferjusiglingar um Breiðafjörðinn. Aðgengi er upp á eyjuna frá landfyllingunni.
Markmið skipulagsvinnunnar er tvíþætt, annars vegar að skapa ramma utan um svæði fyrir útivistarfólk til göngu- og náttúruupplifunar og hins vegar að tryggja öryggi sjófarenda með sjótengdum mannvirkjum. Skipulagsverkefnið byggir á núverandi aðstæðum ásamt að leggja línur um framtíð svæðisins. 
Skipulagslýsingin er  kynnt fyrir almenningi og hagsmunaaðilum og mun liggja frammi á skrifstofu Stykkishólmsbæjar til og með fimmtudagsins 3. júní 2021. Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma  á heimasíðu Stykkishólmsbæjar www. stykkisholmur.is
Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 4. júní 2021 að Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is.
 
Hér má nálgast lýsinguna

Stykkishólmi, 4. maí 2021. 
Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar,
Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir.

Getum við bætt efni síðunnar?