Lóðin Aðalgata 16 laus til úthlutunar
Lóðin Aðalgata 16 er hér með auglýst til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætist hún þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi. Umsóknarfrestur er til 29. október 2022.
Lóðin er 643m2 og húsinu er ætlað hýsa eina eða tvær íbúðir. Áhersla er lögð á að það verði í anda þeirra bæjarmyndar sem einkennir miðbæ Stykkishólms.
Í skilmálahefti gildandi deiliskipulags stendur eftirfarandi:
Húsagerð
Nýbyggingar í gamla bæjarkjarnanum verða að taka tillit til gömlu húsanna. Þá er ekki átt við að nýbyggingarnar eigi að líta út fyrir að vera gamlar heldur að form, hlutföll efnisval, frágangur og hrynjandi húsanna taki mið af gamla bæjarkjarnanum. Með það að markmiði eru settir mismunandi skilmálar fyrir hverja lóð.
„nýtt og gamalt getur vel farið saman í húsagerð eins og öðrum sviðum mannlífsins. Hið nýja verður einungis að sýna því eldra tillitssemi“ (Hörður Ágústsson, 1978).
Berist fleiri en ein umsókn áður en umsóknarfrestur rennur út sem uppfylla skilyrði úthlutunarreglna Stykkishólmsbæjar skal hlutkesti ráða úthlutun. Eftir þann tíma skal úthluta lóðinni til fyrsta umsækjanda sem eftir leitar að uppfylltum skilyrðum reglnanna.
Sækja má um lóðina/lóðirnar í íbúagátt Stykkishólmsbæjar ("Umsóknir" -> "Umsókn um lóð")
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Ráðhúsinu, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða í síma 433-8100 eða á heimasíðu bæjarins, stykkisholmur.is.
Jafnframt er vakin athygli öðrum lausum lóðum sem áður voru auglýstar og skráðar eru á úthlutunarlista Stykkishólmbæjar sem finna má á vefsjá Stykkishólmsbæjar.