Lista- og menningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í lista- og menningarsjóð Stykkishólmsbæjar. Samkvæmt reglum sjóðsins er hlutverk hans meðal annars að:
- Styðja og styrkja lista og menningarstarf í Stykkishólmi og hvetja til nýsköpunar á sviði lista og menningar.
- Styðja við útgáfustarfsemi og viðburði er varðar sögu, menningu og atvinnuhætti bæjarins.
- Styðja við varðveislu menningarminja.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Stykkishólmsbæjar fyrir Nýársdag og tekur stjórn lista- og menningarsjóðs ákvörðun 7. janúar 2020.
Umsóknir skulu vera skriflegar og undirritaðar, umsóknir sem berast í tölvupósti jafngilda skriflegri umsókn.
Hverri umsókn skal fylgja greinagerð um starfsemi viðkomandi félags og/eða það verkefni sem vinna skal.
Fyrir hönd lista- og menningarnefndar,Hrafnhildur Hallvarðsdóttirhrafnhildur@stykkisholmur.is