Fara í efni

Leikhópurinn Lotta í Hólmgarði

03.06.2020
Fréttir

Leikhópurinn Lotta sýnir fjölskyldusöngleikinn Bakkabræður mánudaginn 8. júní í Hólmgarðinum í Stykkishólmi kl. 18:00.

Bakkabræður er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningin eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Hólmgarði.

Leikhópurinn Lotta býður nú upp á fjölskyldusöngleik byggðan á þjóðsögunum um Bakkabræður. Í meðförum Lottu má segja að Bakkabræður fái tækifæri til að segja okkur sögu sína á sínum forsendum og leiðrétta þær rangfærslur sem hafa ratað í þjóðsögurnar. Bakkabræður eru 13. frumsamdi söngleikurinn sem Leikhópurinn Lotta setur upp, að venju er fjörið í fyrirrúmi, mikið af gríni, glensi og skemmtilegum lögum þó undirtónninn sé alvarlegur og boðskapurinn fallegur.

Miðaverð er 2900 kr.

Vegna fjöldatakmarkana er fólk hvatt til að kaupa miða áður en mætt er á staðinn svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir til að fylgja fyrirmælum sóttvarnarlæknis.Hægt er að tryggja sér miða á tix.is, en einnig verða seldir miðar á staðnum á meðan pláss leyfir.

Getum við bætt efni síðunnar?