Fara í efni

Laust starf: Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi

24.07.2018
Fréttir

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi

Stykkishólmsbær auglýsir eftir tómstunda- og æskulýðsfulltrúa í 100% starfshlutfall frá og með 1. september 2018 (eða eftir nánara samkomulagi).

Í starfinu felst m.a. umsjón og rekstur félagsmiðstöðvar, umsjón og skipulagning félagsstarfs eldri borgara, starfrækja leikjanámskeið barna, skipulagning og undirbúningur ýmissa viðburða á vegum Stykkishólmsbæjar, umsjón með ungmennaráði og framfylgja stefnu íþrótta- og æskulýðsnefndar.

Háskólapróf sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði. Mikilvægt er að umsækjandi hafi reynslu af samstarfi við börn og unglinga, búi yfir jákvæðu viðmóti, þjónustulund, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði í starfi og góðri framkomu. Þá er hreint sakavottorð skilyrði.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og SDS.

Umsóknarfrestur er til 13. ágúst 2018.

Umsóknum skal skilað til Jakobs Björgvins Jakobssonar bæjarstjóra, Hafnargötu 3 eða á netfangið jakob@stykkisholmur.is, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í síma 433-8100.

 

Getum við bætt efni síðunnar?