Laust starf í Ásbyrgi, Stykkishólmi
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf í Ásbyrgi, hæfingar - og vinnustað fólks með skerta starfsgetu.
Um er að ræða starfsmann í dagþjónustu (1 stöðugildi).
Leitað er einstaklings sem hefur lokið og eða er í starfstengdu námi félagsliða eða stuðningfulltrúa, sambærilegu námi og eða starfsreynslu er nýtist í starfi; hafi góða samvinnu- og samskiptahæfileika og áhuga fyrir starfi með fólki með skerta starfsgetu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Skriflegar umsóknir um starfið er tilgreini menntun, starfsferil og umsagnaraðila ásamt prófskírteini og sakavottorði berist undirrituðum sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 20. ágúst 2019
Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður
Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær;
sveinn@fssf.is