Fara í efni

Lausar lóðir við Sæmundarreit í Stykkishólmi - Útsýni yfir Breiðafjörð

06.01.2021
Fréttir

Lóðirnar Sæmundarreitur 1 og 2 eru auglýstar til úthlutunar í samræmi við reglur Stykkishólmsbæjar um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði og bætast þar með á úthlutunarlista yfir lausar lóðir í Stykkishólmi, en framkvæmdir við gatnagerð og lagnavinnu á Sæmundarreit er nú a lokastigi. 
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2021.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús eða koma fyrir aðfluttum húsum á lóðunum allt að tveggja hæða með risi, sjá nánar deiliskipulag við Reitarveg.

Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar veitir allar nánari upplýsingar í síma 433-8100 eða í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar.

Til upplýsinga má jafnframt sjá á þjónustusíðu umhverfis-, skipulags- og mannvirkjamála yfirlit yfir aðrar lausar lóðir í Stykkishólmi.

Sjá einnig:
Deiliskipulag við Reitarveg, greinargerð
Samþykkt um gatnagerðargjald í Stykkishólmi

Getum við bætt efni síðunnar?