Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi
Grunnskólinn í Stykkishólmi auglýsir lausa til umsóknar 50% tímabundna stöðu forfallakennara frá 1. febrúar nk.
50% tímabundin staða forfallakennara
Menntunar- og hæfniskröfur Umsóknir skulu sendar á berglind@stykk.is. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir skólastjóri í síma 433-8178/895-3828 eða á netfangið berglind@stykk.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2021.
? Leyfi til þess að nota starfsheitið kennari
? Viðbótarmenntun er kostur
? Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga
? Skipulagshæfni, stundvísi, frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði
? Faglegur metnaður
? Áhugi og hæfni til að starfa í teymisvinnu
Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 150 nemendur. Gleði ? samvinna ? sjálfstæði eru einkunnarorð skólans og störfum við eftir Uppeldi til ábyrgðar. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að efla starfið enn frekar í þeim anda. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness.
Umsókn um stöðurnar skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um.