Fara í efni

Laus staða sjúkraflutningamanns í Stykkishólmi

21.10.2022
Fréttir Laus störf

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Stykkishólmi óskar eftir að ráða sjúkraflutningamenn á bakvaktir og til útkalla. Viðkomandi þarf ekki að hafa lokið formlegu námi í sjúkraflutningum en þarf að hafa áhuga og vilja til að sinna því námi meðfram stafinu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Meta áverka eftir slys, veita fyrstu hjálp og flytja sjúklinga á sjúkrastofnun ef með þarf. Sinnir útköllum í neyðartilvikum svo sem við bíl eða flugslys, umhverfisslys eða veðurofsa. Umhirða sjúkrabíla og umsjón með að allur búnaður sé til staðar og í lagi. Aðstoð við vinnu á heilsugæslu/læknis eftir þörfum. Í starfinu er notaður búnaður á borð við hjartalínurita, hjartastuðtæki, öndunargrímur og fleira sem nýtist við að aðstoða sjúklinga.

Sjúkraflutningamenn þurfa að geta unnið undir talsverðu álagi sem tengist því að koma að fólki í mjög erfiðum aðstæðum. Í starfi sjúkraflutningamanns er mikilvægt að þekkja faglegar takmarkanir og virða þagnarskyldu þegar við á.

Unnið eftir gildandi lögum og reglugerðum og starfsreglum stofnunarinnar.

Hæfniskröfur

  • Viðurkennt nám í sjúkraflutningum og starfsleyfi landlæknis er kostur. Gilt ökuskírteini er skilyrði og kostur að vera með gild ökuréttindi til að stjórna vörubifreið (C eða C1-réttindi).
  • Reynsla af störfum sjúkraflutningamanna er ákjósanlegt og/eða reynsla af öðrum störfum í heilbrigðisgeiranum.
  • Góð íslensku og ensku kunnátta er skilyrði.
  • Gerð er krafa um áreiðanleika í starfi, hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum og góða færni í mannlegum samskiptum. Sjúkraflutningamaður þarf að vera í góðu líkamlegu og andlegu formi.

Frekari upplýsingar um starfið

  • Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa gert.
  • Nauðsynleg fylgiskjöl: Prófskírteini (ef liggur fyrir), Ljósrit af ökuskírteini, ökuferilsskrá og almenn ferilskrá.
  • Umsækjendur eru prófaðir í almennum akstri en í því felst aksturslag, lipurð í umferðinni, reynsla og þekking á umferðarreglum.
  • Nauðsynlegt er að viðkomandi aðili hafi aðstöðu innanbæjar til þess að sinna útköllum svo eðilegum viðbragðstíma sem haldið uppi.
  • Starfshlutfall er 0%

Umsóknarfrestur er til og með 3. nóvember 2022

Nánari upplýsingar veitir

Þórður Guðnason - thordur.gudnason@hve.is - 432-1000

Smelltu hér til að sækja um starfið

Leitað eftir fólki í sjúkraflutninga.
Getum við bætt efni síðunnar?