Fara í efni

Laus staða forstöðumanns Ásbyrgis í Sveitarfélaginu Stykkishólmi

28.04.2023
Fréttir Laus störf

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns í „Ásbyrgi“, vinnu- og hæfingarstöð fólks með skerta starfsgetu

  • Háskólanám, þroskaþjálfa-, iðjuþjálfanám og eða annað sambærilegt nám og reynsla er nýtist í starfi
  • Umsækjandi búi að skapandi og frjórri hugsun; kostur ef viðkomandi kann að prjóna og sauma
  • Ásbyrgi er reyklaus vinnustaður.
  • Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og viðkomandi stéttarfélags.
  • Stundvísi auk samvinnu,- samskipta- og forystuhæfni eru meðal mikilvægra viðmiða starfa í Ásbyrgi.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Sólrún Ösp Jóhannsdóttir, forstöðumaður Ábyrgis í síma 430 7810 og 787 9195 eða netfangið solrun@fssf.is

Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði og nöfnum tveggjaja umsagnaraðila berist Sveini Þór Elinbergssyni forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er veitir frekari upplýsingar í síma 430 7800; sveinn@fssf.is

Umsóknareyðublöð eru á heimasíðunni www.fssf.is

Umsóknarfrestur er til 20. maí 2023

Ásbyrgi
Getum við bætt efni síðunnar?