Fara í efni

Laugardagur á Dönskum dögum

15.08.2019
Fréttir

Dagskráin á laugardegi Danskra daga er mikil og fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Fánar verða drengir að hún kl. 09:00. Átaklíkamsrækt býður alla velkomna í WOD dagsins kl. 10:00 uppi í Reit. De smukkeunge livgarder verða á sínum stað og taka á móti gestum við bæjarhliðið. Búningarhlaup fyrir káta krakka hefst kl. 11:00 viðRáðhúsið. Byrjað verður á skemmtilegri upphitunni og að loknu hlaupi verðurhressing í boði MS. Eftir hlaupið eru krakkar á öllum aldri velkomir niður ástóru bryggju en þar verður haldin dorgveiðikeppni og keppt um stærsta, minnstaog furðulegasta fiskinn. Að keppni lokinni verða grillaðar pylsur í boði BB ogsona.

Á hádegi opnar markaður á hátíðarsvæðinu við Norskahúsið. Tunnulestin verður á ferðinni, brjóstsykursgerð, andlitsmálning fyrirbörn, eplaskífur í Norska húsinu og fleira. Persónurnar Það og Hvað, skapaðaraf leikhópnum Flækja, mæta á hátíðarsvæðið og skemmta börnum og öðrum. Á túninuvið Hótel Egilsen verður kennsla í jöggli og gengið línu á milli 13:30 og15:30. Að því loknu tekur við kubbmót á sama stað. Kubbmótið er í boði árgangs 94 en árgangurinn á 25 ára afmæli í ár, rétt eins og Dönsku dagarnir.

Á fótboltavellinum keppir 5. flokkur, rauðir ámóti hvítum kl. 14:30. Stórleikur verður svo í boði kl. 16:00 þegar Snæfelltekur á móti Afríku í 4.deild karla. Engin aðgangseyrir. Á sama tíma verður froðurennibrautí hótelbrekkunni.

Bæjarbúar eru hvattir til að halda hverfagrillog skemmta sér saman um kvöldið. Víða hér í bæ hafa myndast skemmtilegar hefðirí þessum grillum og bíða margir íbúar eftir hverfagrillinu eins og börn eftirjólum. Brekkusöngurinn hefst kl. 22:00 en þar þenja Bjössi á Bensó og DaðiHeiðar raddböndin og halda uppi fjörinu. Að því loknu verður boðið upp á ektasveitaball með Stuðlabandinu í Reiðhöllinni. 18 ára aldurstakmark.

Getum við bætt efni síðunnar?