Fara í efni

Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi á Jónsmessu

08.03.2023
Fréttir

Landsmóts UMFÍ 50+  fram fer í Stykkishólmi á Jónsmessuhelginni dagana 23. – 25 júní næstkomandi og fer fram samhliða Dönskum dögum, óhætt er því að reikna með miklum fjölda í bænum. Mótið er haldið í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) og Sveitarfélagið Stykkishólm.

Fjölbreytt dagskrá

Á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og ættu því flestir að finna íþróttagrein við sitt hæfi.

Hefðbundin keppni verður í flestum greinum en einnig verður boðið upp á greinar sem ekki verður keppt í en fólk á öllum aldri getur tekið þátt í og prófað og því upplagt fyrir gesti Danskra daga að koma og skemmta sér á mótinu. Landsmót UMFÍ 50+ er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt á sínum forsendum.

Á mótinu verður keppt í eftirfarandi greinum: Badminton, boccia, borðtennis, bridds, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, götuhlaup, hjólreiðar, körfubolti, pílukast, pútt, ringó, skák, stígvélakast og sund.

Mótsgjald

Þátttökugjald er 5.500 kr. og innifalið í því er þátttaka í öllum keppnisgreinum mótsins.

Allar ítarlegri upplýsingar um keppnisgreinar og úrslit er að finna á síðu Landsmóts UMFÍ 50+

Skv. heimildarmanni Ráðhússins má reikna með hægum vindi og hita.
Getum við bætt efni síðunnar?