Fara í efni

Kynningarfundur um heilsueflingu eldri aldurshópa (65+)

11.05.2018
Fréttir

Kynningarfundur um heilsueflingu eldri aldurshópa (65+)

 

Stykkishólmsbær býður til kynningarfundar um heilsueflingu eldri aldurshópa í samstarfi við Janus heilsueflingu. Fyrirtækið sinnir ýmissi ráðgjöf og þjónustu sem nær til heilsu og lífsgæða eldri borgara. Forstöðumaður verkefnisins, dr. Janus Guðlaugsson, mun kynna starfsemina á fundinum og segja frá verkefninu Fjölþætt heilsurækt 65+ í sveitarfélögum ? Leið að farsælum efri árum.

 

Fundurinn verður haldinn á Fosshóteli Stykkishólmi, miðvikudaginn 16. maí n.k. kl. 17:00

 

Heitt verður á könnunni og allir velkomnir

 

Getum við bætt efni síðunnar?