Kynningarfundir vegna umsókna í uppbyggingarsjóð
Opið er nú fyrir umsóknir íUppbyggingarsjóð Vesturlands. Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar ognýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarmála auk stofn- og rekstrarstyrkja tilmenningarmála. Umsóknarfrestur er til miðnættis 12. desember 2019.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-,atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Umsóknarform auk allraupplýsingar um viðmið og reglur varðandi styrkveitingar er að finna hér áheimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Ráðgjafar á vegum samtaka sveitarfélaga verða með kynningu á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að fá ýmsar upplýsingar um gerð umsóknar, styrkhæfni verkefna o.fl. En ráðgjafar verða m.a. í Ráðhúsinu í Stykkishólmi miðvikudaginn 4. desember kl. 10-12.