Kynning og niðurstöður íbúasamráðs
Niðurstöður úr netkönnun vegna leikvalla í Stykkishólmi liggja nú fyrir. Kynningarmyndband hefur verið gert aðgengilegt þar sem farið er yfir helstu niðurstöður netkönnunar og samráðsins í heild.
Kynninguna má sjá hér
Samráðið
Samráðið varviðamikið og hófst með nemendum grunnskólans. Þar að auki var verkefnið kynntsérstaklega fyrir starfsfólki grunn- og leikskóla og stýrihóp þar sem sitjatengiliðir mikilvægra hagsmunahópa. Gengið var m.a. í hús og verkefnið kynnt sérstaklega fyriríbúum af erlendum uppruna til að kalla fram þeirra hugmyndir. Auk þess hefurmikið samráð áður átt sér stað hvað leikvelli varðar, í umhverfisgöngubæjarstjóra sem fór fram í ágúst 2019 voru leikvellir títt nefndir, árið 2012var unnin skýrsla um framtíðarskipulag gönguleiða og leikvalla í Stykkishólmisem reyndist einnig góður grunnur að þessu verkefni og var einnig unnið meðábendingar frá Rólóvinafélaginu.
Næstu skref
Flatirnarvoru oftast nefndar sem ákjósanleg staðseting fyrir smærri leikvöll og leggur því vinnuhópur verkefnisins til að nú í sumar verði sett upp leiktæki á Garðaflöt íanda við helstu niðurstöður samráðsins.
Önnur tillaga aðframkvæmd fyrir sumarið er að í Hólmgarðinum yrði komið upp leiktækjum úrnáttúrulegu efni sem fellur vel í umhverfið. Það er m.a. Í anda við tillögursem komið hafa fram í samráðsferlinu, umhverfisgöngunni og tillögumRólóvinafélagsins frá 2015.
Einnig er lagt tilað sett verði upp skilti á leiksvæðin með yfirlitskorti sem vísi á aðraleikvelli bæjarins. Á skiltum koma einnig fram leiðbeiningar, öryggisreglur og framtíðaráformum uppbyggingu leiksvæðanna ásamt upplýsingum um hvert má að hafa samband meðtillögur og ábendingar t.d. varðandi viðhald og hugmyndir um þróun útisvæða.
Vinnnuhópur verkefnisins mun koma frekari tillögum að uppbyggingu leiksvæða ásamttillögu að viðhaldsáætlun til bæjarstjórnar og gera aðgengilegar íbúum ávefsíðu bæjarins.