Fara í efni

Kvikmyndatökur í Stykkishólmi

22.02.2023
Fréttir

Unnið er nú að upptökum á kvikmyndinni Snerting eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. En bókin Snerting var mest selda bók á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Það er Baltasar Kormákur sem leikstýrir kvikmyndinni en Egill Ólafsson fer með aðalhlutverk. Aðalpersóna sögunnar býr í Stykkishólmi en á veitingastað í Grundarfirði. Búið er að taka upp senur í Grundarfirði fyrir kvikmyndina.

Fimmtudaginn 23. febrúar verða teknar upp senur fyrir kvikmyndina í Stykkishólmi. Kvikmyndað verður við Skólastíg 8 og þarf að loka Skólastígnum fyrir umferð um stund eftir hádegi vegna þessa. Þá verða einnig teknar upp senur á Dvalarheimili aldraðra í góðu samstarfi við íbúa og starfsfólk. Fyrirtækið RVK Studios stendur fyrir tökum.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Skólastígur
Getum við bætt efni síðunnar?