Fara í efni

Kvennafrídagurinn 24. október

24.10.2018
Fréttir

Í dag, miðviku­daginn 24. október, munu konur víðs­vegar um landið leggja niður störf kl. 14:55. Stykkishólmsbær hvetur því forráða­menn, sér í lagi feður, til að sækja börn sín í heilsdagsskóla og leik­skóla fyrir klukkan 14:55, til að gera þeim konum er starfa á þessum stofnunum kleift að leggja niður störf á tilsettum tíma. Stofnanir verða að sjálfsögðu opnar lengur ef þess gerist þörf en við hvetjum alla Hólmara til að sýna samstöðu.

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna eru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 55 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9?17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:55.

Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?