Fara í efni

Júlíana - hátíð sögu og bóka fer vel af stað

28.02.2020
Fréttir

Júlíana - hátíð sögu og bóka var sett við formlega opnunarhátíð í Vatnasafninu í gær en hátíðin er nú haldin í áttunda sinn. Nemendur Tónlistarskólans í Stykkishólmi fluttu tónlistaratriði og Sólveig Júlíana Ásgeirsdóttir las úr bók sinni bláský. Venju samkvæmt var efnt til smásagnakeppni fyrir hátíðina og bárust að þessu sinni 47 sögur. Við opnurnarhátíðina í gær voru veitt verðlaun fyrir þrjár bestu smásögurnar og deildust þau verðlaun svona:

1. verðlaun Örvar Smárason fyrir sögu sína Sprettur 

2.verðlaun Laufey Haraldsdóttir fyrir sögu sína Að sjá Hjört í draumi 

3.verðlaun Einar Lövdahl fyrir sögu sína Aska

 

Dómnefnd í smásagnakeppninni skipuðu þau Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir ritstjóri, sem er einnig formaður dómnefndar, Lilja Sigurðardóttir rithöfundur og Guðrún Baldvinsdóttir bókmenntafræðingur.

Þá var Sigríður Erla Guðmundsdóttir einnig heiðruð og veitt viðurkenning fyrir framlag sitt til menningarmála í Stykkishólmi. Sigríður stofnaði Leir 7 árið 2007 sem sérhæfir sig í framleiðslu á nytjahlutum og listmunum úr íslenskum leir sem kemur frá Fagradal á Skarðsströnd. Einnig hefur hún staðið fyrir fjölmörgum listviðburðum og sýningum.

Á myndinni má sjá Sigríði ásamt eiginmanni sínum.

Dagskrá hátíðarinnar heldur áfram í dag og á morgun og má kynna sér hana betur hér.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?