Fara í efni

Íþróttamiðstöð, sundlaug og söfn loka

23.03.2020
Fréttir

Hertar takmarkanir á samkomum taka gildi á frá og með þriðjudeginum 24. mars, mörkin eru nú sett við 20 manns. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar en áður vegna hraðari útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu. Viðburðir þar sem fólk kemur saman verða takmarkaðir við 20 manns í stað 100 áður. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum.

Skv. tilmælum almannavarna skal loka sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum á meðan þessum takmörkunum stendur.

Í ljósi þessa verður íþróttamiðstöð, sundlaug og söfnum Stykkishólmsbæjar, þ.m.t. Amtsbókasafn, lokað frá og með þriðjudeginum, 24. mars. Takmarkanir gilda til 12. apríl nk., en stjórnvöld endurmeta takmörkunina eftir því sem efni standa til, hvort heldur til að aflétta henni fyrr, eða framlengja gildistímann.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.

Auglýsing um takmörkum á samkomum vegna farsóttar.

Getum við bætt efni síðunnar?