Fara í efni

Iðnaðar- og athafnalóðir í Stykkishólmi auglýstar til úthlutunar

17.04.2020
Fréttir
Iðnaðar- og athafnalóðirnar Reitarvegur 7-17 eru auglýstar til úthlutunar í Stykkishólmi ásamt lóðinni Nesvegur 12 sem nú er auglýst aftur laus, auk þess er laus til úthlutunar frístundalóðin Fákaborg 9.  

 

 
REITARVEGUR 7-17
Stykkishólmsbær auglýsir iðnaðar- og athafnalóðir til úthlutunar við Reitarveg 7 ? 17. Um er að ræða 6 samliggjandi lóðir sem eru um 140 ? 210m2 að stærð. Leyfilegt er að byggja á lóðunum 70 m2 hús á einni hæð. Byggingarnar eiga að vera samliggjandi á lóðarmörkum með sama útliti. 

 

 

 

NESVEGUR 12
Stykkishólmsbær auglýsir iðnaðar- og athafnalóð til úthlutunar við Nesveg 12. Skipulagssvæðið er hluti af hafnarsvæðinu við Skipavík vestan við Nesveginn. Svæðinu hallar lítið eitt til norðvesturs. Gólfkóti bygginganna er 1,5 m neðan við Nesveginn. Þannig er leitast við að skerða útsýni frá byggðinni að ofan við svæðið sem minnst. Athafnasvæði og aðkoma húsanna er á milli þeirra þannig að sem minnst sjáist þangað frá íbúabyggð.
 
Deiliskipulagið gerir grein fyrir að lóðin sé ætluð undir hafsækna starfsemi.
 
 

 

 

FÁKABORG 9
Stykkishólmsbær auglýsir frístundalóðina til úthlutunar við Fákaborg 9. Hesthúsasvæðið Fákaborg Stykkishólmi er um 5 ha að stærð og liggur eftir Stykkishólmsvegi, að byggð við Hjallatanga í vestur og Móholti í norður. Á svæðinu eru átta hús og flest þeirra skipt niður í nokkrar einingar.
 
 
Umsóknarfrestur er 10 dagar fá birtingu auglýsingar, sbr. reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Stykkishólmsbæ.  
 
Nánari upplýsingar má finna á vef Stykkishólmbæjar og þá veitir skipulags- og byggingarfulltrúi, netfang skipulag@stykkisholmur.is, eða bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, allar nánari upplýsingar í síma 433-8100 eða í Ráðhúsi Stykkishólmsbæjar.
 
Jafnframt er vakin athygli öðrum lausum lóðum sem áður voru auglýstar og skráðar eru á úthlutunarlista Stykkishólmbæjar sem finna má hér.
Getum við bætt efni síðunnar?