Íbúakönnun landshlutanna í fullum gangi
Íbúakönnun landshlutanna er í gangi þessar vikurnar og verður hægt að svara henni út október.
Markmiðið er að gera gott samfélag betra
Íbúakönnun landshlutanna er á vegum allra landshlutasamtaka á landsbyggðinni, atvinnuþróunarfélaga og Byggðastofnunar. Hún er ætluð öllum íbúum sem náð hafa 18 ára aldri. Markmiðið er að kanna hver staða íbúanna er á vinnumarkaði, mat þeirra á búsetuskilyrðum, framtíðarvæntingar og almennri líðan ? allt til að geta gert gott samfélag enn betra. Íbúakönnun landshlutanna er í gangi þessar vikurnar og verður hægt að svara henni út október.
Niðurstöður þessara kannana eru þýðingarmiklar og veita sveitarstjórnarmönnum mikilvægar upplýsingar. Þannig veita þær innsýn í stöðu okkar á landsbyggðinni, hjálpa sveitastjórnarfólki að móta áherslur í starfi sínu og jafnvel hafa þær breytt forgangsröðun í ýmsum verkefnum. Þá hafa þessi gögn nýst inn í hverskonar stefnumótunarvinnu sem landshlutasamtökin hafa sinnt. Að síðustu má svo geta þess að upplýsingarnar eru mjög gagnlegar í hagsmunabaráttu landshlutanna.
Þitt álit skiptir máli
Íslenska: Íbúakönnun. Taktu þátt og hafðu áhrif.
English: Regional Residence Survey: Participate and make a difference.
Polski: Regionalna ankieta dla mieszka?ców Islandii: Zapraszamy do udzia?u ? Twoja opinia si? liczy.