Fara í efni

Íbúafundur um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar 2019-2022 og helstu lykiltölur í rekstri.

03.12.2018
Fréttir

Boðað er til íbúafundar þriðjudaginn 4. desember um fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir tímabilið 2019-2022 þar sem bæjarstjóri mun gera grein fyrir markmiðum fjárhagsáætlunar og helstu áherslum hennar.

 

Haraldur Örn Reynisson, endurskoðandi hjá KPMG, mun jafnframt fjalla um ársreikning Stykkishólmsbæjar, helstu breytingar sem orðið hafa á framsetningu undanfarin ár auk yfirferðar á helstu lykiltölum. Auk þess verður fjallað um áætlanagerð og gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

 

Íbúafundurinn fer fram í Amtsbókasafninu og hefst kl. 17:30.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Jakob Björgvin Jakobsson

Bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar

Getum við bætt efni síðunnar?