Fara í efni

Íbúafundur með Acadian Seaplants

03.10.2019
Fréttir

Næstkomandi þriðjudag, 8. október, verður haldin íbúafundur um fyrirhugaða rannsóknar-, vinnslu- og afurðamiðstöð þangs í Stykkishólmi. Stykkishólmsbær á nú í viðræðum við kanadíska fyrirtækið Acadian Seaplants varðandi frekari framvindu í þeim málum, líkt og ráðgjafarnefnd vegna málsins lagði til í skýrslu sinni. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, mun setja fundinn formlega en svo heldur JP Deveau, forstjóri Acadian Seaplants, erindi þar sem hann fer yfir sögu og framtíðaráform fyrirtækisins og hvers vegna Ísland og Breiðafjörður henta starfseminni vel. Dr. Karl Gunnarsson, frá Hafrannsóknarstofnun, heldur einnig kynningu sem snýr að hans rannsóknum í Breiðafirði auk þess sem forsvarsmenn Acadian Seaplants taka á móti spurningum úr sal. 

Fundurinn verður haldinn í Amtsbókasafni Stykkishólms þriðjudaginn, 8. október, og hefst kl. 18:00. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um 1,5 klst og eru íbúar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta.

Getum við bætt efni síðunnar?