Fara í efni

Hundahreinsun í Stykkishólmi með nýju sniði

19.10.2022
Fréttir

Hin árlega hundahreinsun fer fram með nýju sniði í ár. Í stað þess að boða alla hunda í hreinsun sama daginn líkt og undanfarin ár mun Dýralæknamiðstöð Vesturlands hafa samband við eigendur skráðra hunda og bjóða þeim að bóka stuttan tíma. Auk hundahreinsunar yrði þá boðið upp á snögga heilsufarsskoðun og hundaeigendum gefst tækifæri til að spyrja spurninga og fá ráðgjöf varðandi sína hunda ef þess þarf. Þeim sem ekki hugnast þetta yrði þá boðið að koma einungis fyrir ormalyfjagjöfina.

Hundaeigendur geta því átt von á því að dýralæknir setji sig í samband við þá á næstunni. Gert er ráð fyrir að hundahreinsunin verði í gangi næstu 2-3 vikurnar með þessu nýja sniði. Ef einhverjir eru með óskráða hunda eru þeir hvattir til að hafa samband við dýralækni af fyrra bragði og ganga frá skráningu á íbúagátt Stykkishólmsbæjar.

Tveir Hólmarar í lausagöngu fjarri íbúabyggð.
Getum við bætt efni síðunnar?