Fara í efni

Hræðileg helgi í Hólminum

22.02.2023
Lífið í bænum

Næstu helgi, 24.-26. febrúar, verður mikið um að vera í Stykkishólmi þegar fram fer Hræðileg helgi í Hólminum.

Félag atvinnulífs í Stykkishólmi stendur fyrir glæpa- og draugahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn komandi helgi. Dagskrá hátíðarinnar er þétt en meðal annars geta gestir hátíðarinnar spreytt sig á morðgátu yfir helgina, ekki ósvipað ratleik. Í boði verður að skoða draugahús, þar sem Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja fólk.  Einnig er á dagskrá draugaganga um Stykkishólm, þar sem sagt er frá stöðum þar sem Hólmarar hafa upplifað reimleika og margt fleira hræðilega spennandi.

Hægt er að kynna sér dagskána hér að neðan:

Hræðileg helgi!

Morðgáta, glæpir & draugar í Hólminum 24. - 26. febrúar.

Hólmarar eru búnir að búa til spennandi morðgátu sem þarf að leysa. Hver er fórnarlambið og hver morðinginn? Er bæjarstjórinn saklaus? Komdu í Hólminn og leystu morðgátuna!

ATH. 2-3 saman í liði.

Fimmtudagur 23. febrúar

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn.

Föstudagur 24. febrúar

Kl. 12:00-14:00 Narferyrarstofa

Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 14:00-17:00 Amtsbókasafnið

Hræðilegur ratleikur fyrir börn.

Kl. 17:00 Norska Húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Fyrstu vísbendingu í morðgátunni finnur þú fyrir utan Norska húsið, nú getið þið hafist handa við að leysa gátuna.

Kl. 17:00 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Draugahús fyrir 20 ára og yngri. ATH. Hleypt inn í tveimur hollum kl. 17:00 og kl. 17:30. Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja mann.Drauaghúsið er opið fyrir þá sem þora, þó er ekki mælt með því fyrir börn yngri en 7 ára eða viðkvæmar sálir.

Kl. 18:00 Fosshótel

Hræðilegur sérréttur helgarinnar. Dirty ribs & beer og blóðrauður strawberry mojito á barnum.

Kl. 18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið

Síðasta kvöldmáltíðin & hanastél djöfulsins.

Borðapantanir á sjavarpakkhusid.is.

Kl. 18:00 Narfeyrarstofa

Veitingastaðurinn og Vínstúkan opin.

Borðapantanir á narfeyrarstofa.is.

Kl. 20:30 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Draugahús: Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakninga, afturgöngur, útburði og fépúka. Hún kennir ýmis praktísk atriði eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja upp draug og svo losna við drauga sem ásækja mann.

Hleypt inn í þremur hollum kl. 20:30, 21:00 og 21:30.

Kl. 22:00 Narfeyrarstofa

Hlaðvarpið Myrkur fjallar um hina ýmsu glæpi. Kokteillinn Göróttur Glæsir, útataður í blóði og blandast inn í hann áhrif bola, manns og draugs. (Við biðjum gesti að mæta tímanlega svo ekki verði mikið rask á meðan upptöku stendur).


Laugardagur 25. febrúar

Kl. 12:00-14:00 Narfeyrarstofa

Veitingastaðurinn opinn.

Kl. 13:00 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Sýningaropnun, Skessur sem éta karla. Sýning eftir Dagrúnu Jónsdóttir þjóðfræðing þar sem fjallað er um mannát í íslenskum þjóðsögum.

Kl. 14:00 - 16:00 Sjávarpakkhúsið

Dagdrykkja. Leitaðu skjóls frá morðóðum Hólmurum & leystu morðgátuna yfir góðum drykk.

Kl. 14:00 - 16:00 Félagsheimilið Skjöldur

Sagnaskemmtan á Skildi. Landnámsmenn Snæfellsness, afturgöngur og Eyrbyggja.

Hin keltneska tenging Björns austræna - Ásgeir Jónsson.

Fornt og nýtt um afturgöngur - Eyrbyggja saga og skáldsagan Glæsir - Ármann Jakobsson.

Kaffiveitingar

Aðgangseyrir 1000 kr.

Kl. 17:00 Narfeyrarstofa

Hlaðvarpið Myrka Ísland fjallar um íslenskt fjöldamorð. Kokteillinn Göróttur Glæsir, útataður í blóði og blandast inn í hann áhrif bola, manns og draugs. Vínstúkan opnar kl. 16:00. (Við biðjum gesti að mæta tímanlega svo ekki verði mikið rask á meðan upptöku stendur).

Veitingastaðurinn opnar kl. 18:00. Borðapantanir á narfeyrarstofa.is.

Kl. 17:30-18:00 Norska húsið - Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla

Svari við Morðgátunni skilað.

Kl. 18:00-22:00 Sjávarpakkhúsið

Síðasta kvöldmáltíðin & hanastél djöfulsins.

Borðapantanir á sjavarpakkhusid.is.

Kl. 18:00 Fosshótel

Hræðilegur sérréttur helgarinnar, Dirty ribs & beer og blóðrauður strawberry mojito á barnum.

Kl. 20:00 Draugaganga hefst við Norska húsið

Draugaganga um slóðir sem Hólmarar hræðast. Reimleiki í gamla kirkjugarðinum, álagablettir og fleira.

Kl. 21:00 Fosshótel

Glæpa Quiz. Hinar glæpsamlega skemmtilegu systur, rithöfundarnir Kamilla og Júlía Einarsdætur stjórna quiz-inu.

Þorir þú í Hólminn?

Draugahús í Hólminum
Getum við bætt efni síðunnar?